Generate more billable hours
Við höfum aukið tekjur sérfræðinga síðan 2012
Fyrsti tíminn var skráður í Manor árið 2012 og strax fyrstu vikuna fundu notendur fyrir því að þeir voru að skrá fleiri tíma og auka tekjur sínar. Við höfum síðan þá haldið áfram að þróa leiðir til þess að auka tekjur og bæta afköst með frábærum árangri.
Betri sérfræðingar
Sérfræðingur með málakerfi sem flýtir fyrir honum og sparar mikinn tíma við gagnaleit, skjalagerð, tímaskráningar, reikningagerð o.fl. fær meiri tíma til þess að beita sérþekkingu sinni í hverju máli eða til að sinna viðskiptavinum sínum. Því má segja að Manor geri notendur sína að betri sérfræðingum.
Betri fyrirtæki
Fyrirtæki með vandað málakerfi þar sem allt er rafrænt frá upphafi til enda stendur sig betur í samkeppni við aðra. Hún er sneggri að svara spurningum, nýtir tímann betur og nær meiri árangri. Manor birtir þér fjölda greininga á rekstrinum svo þú getir rekið betra fyrirtæki.
400+ sérfræðingar
Manor er afar vinsælt kerfi meðal sérfræðinga á borð við lögmenn, ráðgjafa og endurskoðendur.
60+ fyrirtæki
Manor er hryggjarstykkið í rekstri fjölda sérfræðifyrirtækja sem nýta Manor til þess að hámarka tekjur og halda utan um málaskrá félagsins.
30.000+ kröfur
Manor Collect sækir mánaðarlega þúsundir krafna með sjálfvirkum hætti frá viðskiptabönkum og tekur til innheimtu.
Manor blog
We publish what we learn in order to help our clients and others reach their full potential in terms of revenue enhancement and quality legal work.